Færsluflokkur: Viðskipti og fjármál
15.12.2008 | 16:13
NÚ SKULUM VIÐ TRÚA ÞEIM!
Verðbólgumarkmið mun nást 2010 | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
15.12.2008 | 14:40
VERÐA EKKI RÍKISBANKARNIR AÐ TAKA VIÐ OG SJÁ UM LEIGUÍBÚÐIR?
Fallið frá fjölgun leiguíbúða | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
29.11.2008 | 16:03
Haftastefna lögfest!
Til hamingju Íslendingar, nú er pólitíkin komin í hring. Frjálshyggjan farin að setja á ykkur höft og vinstri menn kvarta yfir því. Ég hlít að vera farinn að eldast, ég man þá tíma þegar skammturinn var eitt par af góðum skóm á ári, en hægt var að fá slönguskó og tékkneska gúmiskó eins og maður hafði efni á í Kaupfélaginu. Álagning í heildsölum og verslunum takmörkuð af ríkisvaldinu, gjaldeyrir skammtaður (eins og núna) og þar fram eftir götunum. Ríkisstuddir fjölmiðlar grasseruðu og mikið rifist og skammast í blöðunum. Það er eins og stjórnvöld skilji ekki að þeir eru að setja lög á fólk, fólk sem er búið að fá uppí kok af misvitrum pólitíkusum, fólk sem er alið upp við að bjarga sér, fólk sem hefur algjörlega misst álitið á ríkisvaldinu og fólk sem telur að lög er eitthvað sem á að fara í kringum.
Það góða við Íslensku þjóðina er að hún hefur alltaf fundið leið útúr vandræðum, hvort sem hún var að eiga við Dani, Englendinga, vinstri stjórn eða hægri stjórn. Það eru alltaf leiðir til þess að komast hjá ólögum. Hér áður fyrr voru fyrirtækin með tvöfalt bókhald, létu hækka vörurnar erlendis og lögðu svo mismuninn inná reikninga erlendis (Vísir greindi frá erlendu reikningunum samviskusamlega um það bil einu sinni á ári) þannig að ekki kom sá peningur inní þjóðarbúskapinn. Allir sem áttu viðskipti við ferðamenn, stunduðu viðskipti með gjaldeyri (undir borðinu að sjálfssögðu) og svo framvegis.
Það sem furðar mig mest við alla þessa vitleysu í stjórnmálamönnum er að hvenær ætla þeir að skilja að Íslenska Þjóðin er ein best menntaða þjóð í heiminum og eingin ólög og vitleysa í stjórnmálamönnum mun hefta eða binda þjóðina. Þessi ólög eru dæmd til þess að mistakast og enda í sögubókunum sem dæmi um vitleysuna sem viðgengst við Austurvöllinn.
Lög um gjaldeyrismál samþykkt | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
14.11.2008 | 15:13
Þeim er að takast þetta.
Fasteignasala í algjöru lágmarki | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
12.11.2008 | 15:53
KAUPANDI GÆTTU ÞÍN!
Í lögum margra landa gildir réttareglan "kaupandi gættu þín". Í stöðu Íslendinga í dag mætti snúa þessari reglu við. Nú þegar útlendingar keppast um að eignast verðmæti Íslendinga fyrir lítið fé, þurfa Íslendingar að gæta sín á þeim. Þið getið verið viss um að menn eru ekki að sækja á Íslandsmið af góðsemi einni, heldur er það stórkostleg hagnaðarvon sem rekur þá áfram. Annað sem einnig er öruggt að einhverjir slæðast með sem ekki hafa lögbundin réttindi til þess að gera það sem þeir eru að reyna.
Í gær var auglýst eftir eignum í eigu Íslendinga í Flórída og þeim boðin staðgreiðsla fyrir, í blaðinu í dag var einnig fjallað um að eignir Íslendinga á Spáni hefðu fallið um 20-25% í verði. Nú þekki ég ekki til á Spáni en mig langar að fjalla aðeins um rétt eigenda og hvernig eigendur eigna í Flórída geta varið sig gagnvart gylliboðum. Þegar fasteignasali í Flórída auglýsir þarf að koma fram í auglýsingunni nafn fasteignasalans eins og það er skráð hjá fylkinu. Hér er tengill inná heimasíðu fylkisins þar sem hægt er að slá inn nafn fasteignasalans og sjá hvort hann er með gilt skírteini. Smellið hér: Einnig er sjálfsagt að óska eftir því við fasteignasalann að hann sýni ykkur skírteinið sem fylkið gaf út (samkvæmt lögum í Flórída ber fasteignasölum og öðrum sem hafa skírteini frá fylkinu alltaf að hafa það meðferðis).
Það er einnig nauðsynlegt fyrir seljendur eigna að vita hvað er að gerast í hverfinu sem eignin er í þið getið sjálf gert þá rannsókn og verið viss um að það sé verið að segja ykkur sannleikann. Ef þið fylgið þessari slóð þá komist þið inná vefsíðu sem er með tengil inná heimasíðu allra skattheimtumanna í Flórída. Smellið hér: Þegar þið eruð kominn inná heimasíðuna, finnið sýsluna ykkar og síðan þegar þið eruð búin að finna eignina, þá getið þið fundið út hvað er að seljast í hverfinu. Þar sem flest hverfi eru svipuð þá er auðvelt að uppreikna verðið á eigninni miðað við verð per fer fet.
Í Flórída ber fasteignasölum að stunda heiðarleg viðskipti og upplýsa kaupendur og seljendur um allt sem skiptir máli varðandi sölu eigna. Þess vegna er ekkert mál fyrir ykkur að spyrja spurninga og ef ykkur finnst svörin loðin, þá forðið ykkur!
Ef við fjöllum svo aðeins um auglýsinguna í Fréttablaðinu í gær. Það eru ótal fyrirtæki í Bandaríkjunum sem stunda það að kaupa eignir af fólki sem er komið í vandræði með eignirnar. Oft er um að ræða eignir sem fólk hefur ekki lengur getu til þess að viðhalda og eða eignir sem fólk þarf að losna við skjótt vegna greiðsluerfiðleika, skilnaðar og svo framvegis. Þessir aðila lifa á því að gera upp eignirnar og endurselja fyrir mikið hærra verð en þeir greiddu fyrir eignina. Flest þessara fyrirtækja fara að lögum en nýta sér eimd annarra.
Það er von mín að úr rætist hjá ykkur og þið þurfið ekki að selja eignir ykkar á brunaútsölu til þess að komast út úr erfiðleikunum.
Selja þú gamall gull? | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Viðskipti og fjármál | Breytt s.d. kl. 16:00 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
26.9.2008 | 19:48
Loksins raunhæf tillaga.
Ég hef verið að fjalla nokkuð um vandamálin á húsnæðismarkaðnum í BNA eða nánar tiltekið í Flórída í Fasteignablaðinu undanfarið. Meðal annars hef ég rætt um skort sölu (short sale) fasteigna. Ekki hafa allir verið sáttir við það sem ég rita, en það er bara hluti lífs okkar. Aftur á móti þá verð ég að segja að við lestur þessara fréttar þá hitnaði mér um hjartaræturnar, loksins virðist einhver vera með raunhæfar tillögur til þess að leysa vandann á Íslandi. Viðhorf Ingólfs hjá Spara.is eru mjög raunhæf og skynsamleg, þetta mun ekki bara hjálpa þeim sem tóku þessi bankalán heldur mun það líka aðstoða atvinnulífið í heild. Auðvita má segja að eins og margir bloggarar sem fjallað hafa um þessa frétt að þetta sé bönkunum og viðskiptavinum þeirra að kenna, þeir hefðu átt að skipuleggja sín fjármál betur og þar fram eftir götunum. Eða með öðrum orðum það er svo auðvelt að vera vitur eftirá.
En það má ekki gleyma nokkrum staðreyndum í þessari umfjöllum sem snertir alla þjóðina, ekki bara þá sem eru núna í vandræðum.
1. Það eru meira en tveggja ára byrgðir af eignum á markaðnum á Íslandi, miðað við sölu undanfarna mánuði.
2. Ef markaðurinn staðnar algjörlega, þá lækkar verð á öllum eignum.
3. Ef greiðsluerfiðleikar heimilanna aukast enda bankarnir í fjárþroti og geta ekki lengur stutt atvinnuvegina (samaber $700 biljóna aðgerðir í BNA).
4. Fjölgi nauðungarsölum veldur það verðlækkun á markaðnum.
Ef Íslenska ríkisstjórnin grípur ekki inní með aðgerðum og aðstoð, hvort sem það er með endurfjármögnum eða á annan hátt er ég hræddur um að það verði stöðnun á Íslandi eins og hér í BNA.
Gæti bjargað fjölskyldum frá gjaldþroti | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
29.8.2008 | 18:32
Úrelt lög um fasteignasölu.
Enn einu sinni virðist sem löggjafinn hafi gleymt að setja lokið á brunninn og barnið er á botninum. Ég er viss um að lögin sem gilda á Íslandi um fasteignasölu eru barn síns tíma, en því miður eins og oft áður hefur löggjafinn brugðist seint við. Eða kannski ekki? Ég starfa sem fasteignasali í Flórída þekki nokkuð vel kerfið hérna úti. Flestar breytingar á lögunum hérna koma að frumkvæði félags fasteignasala. Það starf hófst fyrir 100 árum þegar fasteignasalar í Bandaríkjum Norður Ameríku komu sér saman um siðareglur og hófu síðan að þrýsta á löggjafann um lagabreytingar. Einnig hafa neytendasamtök verið virk í því að fylgjast með lögunum og þrýsta á breytingar.
Kerfið hérna í Flórída er þannig að hver einasti maður sem sýnir fasteignir og bíður til sölu þarf að hafa réttindi til þess. Hann þarf að sækja 60 stunda námskeið, þar sem hann lærir um lögin, byggingareglugerðir, lánamál, neytendavernd og fleira. Síðan þarf hann að standast próf sem Fylkið leggur fyrir hann. Innan tveggja ára frá því að skírteini til fasteignasölu er veitt þarf fasteignasalinn að sækja 45 stunda endurmenntunarnámskeið og eftir það 14 stunda námskeið, þar af 3 stundir í lögum á tveggja ára fresti. Það verður að halda sér við svo Fylkið taki ekki til baka það sem það hefur veitt nefnilega atvinnuleyfi.
Til þess að verða miðlari (broker) og stjórna öðrum fasteignasölum þarf 72 stunda námskeið í viðbót, með 60 stunda endurmenntun í fyrsta sinn og svo 14 tíma námskeið, eins og hjá sölumönnunum. Miðlarinn er ábyrgur fyrir öllu sem gerist á fasteignasölunni, sama hversu margir vinna þar. Brjóti sölumaðurinn hans af sér þá er hann samábyrgur sölumanninum.
Það er einnig að hérna í USA þá hafa einungis félagar í félagi fasteignasala NAR heimild til þess að kalla sig Realtor, neytendur vita þá að þeir hafa svarið þess eið að vinna eftir siðareglum fasteignasala. Þessar siðareglur ganga að mörgu leyti lengra heldur en löginn.
Spurningin sem ég velti fyrir mér í dag eftir lestur á þessari grein, er ekki kominn tími fyrir fasteignasalana á Íslandi og Löggjafann að skoða hvort Ameríska leiðin er betri?
Smellið hér til þess að komast á heimasíðu félags fasteignasala í USA.
Fasteignasalar leggja inn leyfin | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
27.8.2008 | 11:27
Draumatími fjárfesta.
Eftir lestur greinarinnar má spyrja sig, hverjir er að kaupa? Við sem erum að vinna á markaðnum hérna í Bandaríkjunum verðum mikið vör við að það eru fjárfestar sem eru að kaupa núna. Þeir elska það að geta fengið hús á þetta 40 til 60 cent af dollarnum og kaupa hús sem eru í skort sölu (sjá grein um skort sölu í Fasteignablaðinu í þessari viku) eða í eigu banka. Það góða við þetta er að við fasteignasalar vitum að þegar hinn almenni kaupandi sér fréttir eins og þessa, þá ranka þeir við sér og koma fljótlega á eftir. Þetta segir mér að við megum eiga von á því að markaðurinn fari að sína raunveruleg batamerki á næsta ári.
Viðskipti og fjármál | Breytt s.d. kl. 11:28 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
14.8.2008 | 16:40
Fjárfestingar i Húsnæðismarkaðnum í Bandaríkjum Norður Ameríku.
"Investing in Residential Real Estate in the United States of America" er grein sem Richard A. Hanson, CRE ritaði fyrir stuttu og birt var í sumarútgáfu "Real Estate Issues". Þessi grein fjallar um stöðu markaðsins fyrr og nú, ásamt því að draga ályktanir um framtíð markaðsins. Með því að smella hér getið þið lesið greinina í pdf formatti. Ef þú ert að hugleiða fjárfestingar í Bandaríkjum Norður Ameríku eða hefur áhuga á að skoða markaðinn, þá hvet ég þig endilega til þess að lesa þessa grein. Hún er góð.
15.5.2008 | 11:28
Nú er tækifærið, til hamingju strákar.
Með Gissur, Hilmar og Helga í stjórn WACS gefst gott tækifæri til að koma Íslenskum landbúnaðarvörum á framfæri erlendis. Það er stórkostlegt að litlu karlarnir frá Íslandi skuli hafa náð þetta langt en sýnir bara að þessir dugnaðarforkar og meiriháttar dimploMATAR, hafa sýnt collegum sýnum að þeim er treystandi. Nú þurfa Íslensk stjórnvöld og fyrirtæki að nota tækifærið og styðja við bakið á þeim. Enn einu sinni sýnir Klúbbur Matreiðslumeistara og meðlimir hanns, að þeir hafa mikla framsýn, eru opnir fyrir nýjum tækifærum og verðugir fulltrúar lands og þjóðar.
Til hamingju.
„Alveg í skýjunum með kjörið“ | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |