Færsluflokkur: Viðskipti og fjármál

Er þetta ekki bara skattheimta?

Við lestur greinarinnar velti ég því fyrir mér hvort þetta sé ekki annað andlit á skattheimtu.  Ég velti því líka fyrir mér hvað voru þeir að hugsa þegar þess lög voru sett, á þessum tíma þá hljóta þeir að hafa haft reikniformúlu um hvað þetta myndi kosta.  Ef þessi reikniformúla var svona skökk eru þá ekki líkur á því að allt annað í þessum lögum sé út frá jafn röngum forsemdum.  Annað sem ég velti fyrir mér er að allt eftirlit og gjaldtaka þarf að vera sanngjörn.  Það eru fasteignasölur á Íslandi sem eru með marga sölumenn og svo aðrar sem eru með marga löggilta fasteignasala.  Gjaldtakan í dag er bara á þann löggilta en ekki þann ómenntaða.  Væri ekki hægt að krefjast þess að sá ómenntaði taki námskeið í lögum milli 45 og 90 tímar sem dæmi og síðan að gjaldtaka væri kannski á þann veg að: fasteignasalinn sem er ábyrgur fyrir stofunni greiðir gjald sem væri tvöfalt gjaldið af þeim sem hafa sótt námskeið.  Það fá allir greitt hlut af sölulaunum og eflaust eru skiptin misjöfn eftir því hjá hvaða fasteignasala þú vinnur.  En snúum okkur aftur að skattheimtunni, mörg lönd í heiminum banna gjaldtöku umfram þarfir þar sem það flokkast sem ólöglegur skattur að taka umfram þarfir við eftirlit.


mbl.is Digur sjóður safnast upp
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Seldust á helming þess sem þau eru metin á!

Sem fasteignasali hérna í Bandaríkjum Norður Ameríku, þá finnst mér alltaf skondið á sjá svona uppslátt.  Staðreyndin er sú að eignir hérna, sem eru í eigu bankana eða boðnar sem skortsala seljast þetta á 40 til 60% af matsverði.  Því ekki að skoða einhver af þessum miljónum húsa sem eru á almennum markaði og í rólegheitum velja sér hús og staðsetningu sem hentar fjölskyldunni, heldur en að taka þátt í þessari stress sýningu sem uppboðið er.  Einnig er hætta á því að fólk geri mistök í æðibunuganginum á uppboðunum.  Ef þið eruð að hugsa um að gera góð kaup hérna, þá takið því rólega kannið markaðinn og ég er viss um að þið finnið hús eins og ykkur langar í, jafnvel fyrir minna en 50% af matsverði.
mbl.is Bitist um fasteignir á uppboði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Er þetta vina siðferði?

Það vekur furðu mína að banki skuli taka þátt í þessari vitleysu og leyfa sér að mismuna svona heiftarlega á milli sinna viðskiptavina.  Fyrst láta aðra fasteignasala markaðasetja fyrir sig eignirnar á of háu verði og síðan fara með eignirnar til, að því virðist vildarvina.  Þannig að þeir geti komið sér á framfæri á kostnað annarra.

Að gefa ekki upp hver er seljandi eignar er óheyrt hérna megin Allansála og talið siðlaust.  Markaðsverð eignar er það verð sem kaupandi er tilbúinn að greiða fyrir eignina og seljandi er tilbúinn til þess að samþykkja án þess að nokkur sé þvingaður til gjörðarinnar.  Vegna þessara yfirlýsinga Inga Más legg ég til við kaupendur á Íslandi að ef þið eruð að huga að kaupum þá: Spyrjið ávalt hver er seljandinn og ef seljandinn er banki, þá bjóðið að minnst 25% lægra heldur en ásett verðu og ef spurt er hvers vegna svona lágt verð? Þá er útskýringin einföld, þetta er vinatilboð.

Síðan að greinin endi á því að segja að eignirnar verði flestar seldar á markaðsvirði, segir manni að það sem að ofan er ritað sé bara rugl og vitleysa.  Maður veltir því fyrir sér við lestur greinarinnar hvort það sé ekki blaðamaðurinn, sem sé vinur fasteignasalans og sé að hjálpa vini við að koma sér á framfæri í harðræðinu.


mbl.is Eignir á „góðu verði“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Loksins eitthvað jákvætt.

Það virðist vera með Þing Bandaríkja Norður Ameríku eins og Alþingi. Þeir sitja þar og þrefa án þess að mikill árangur sjáist. Þó má segja um þingin að ef nógu mikill þrýstingur er settur á þau, þá kemur fyrir að einhver árangur sést. Það má segja um hvatalögin sem Obama skrifaði undir í dag.  Það er von okkar sem búum hérna megin Atlantsála að þessi pakki muni virka fyrir fólkið í landinu ekki bara hjálpa Wall Street og bönkunum að greiða meiri bónusa. Sem fasteigna sali hef ég kynnt mér hvað fellst í þessu frumvarpi fyrir þann sem er að hugsa um að fjárfesta í eign og svo hvað verður gert til þess að hjálpa þeim sem eru að missa húsin sín.

Í fyrst lagi: Sá sem kaupir fasteign í fyrsta skipti fyrir 1 Des. 2009 fær endurgreitt frá skattinum $8,000 án þess að þurfa að endurgreiða ef hann á eignina í meira en þrjú ár.  Í öðru lagi þá voru hámarks lán hækkuð frá FHA, Fannie Mae og Freddie Mac. Þetta gerir lánin hagstæðari óháð búsetu og hjálpar við endursölu lánanna. Í þriðja lagi er ákvæði í lögunum um að þrýsta vöxtum niður og svo síðast en ekki síst, það eru 50 biljarðar dala til þess að aðstoða fólk í greiðsluerfiðleikum með eignirnar sínar.

Þessar aðgerðir ættu að verða til þess að fólk þori núna að fjárfesta í fasteignum aftur.  Einnig ættu þessar aðgerðir að hægja á eða stoppa nauðungarsölurnar og þar af leiðandi ætti lagerinn af eignum á markaðnum að minnka.  þess vegna má búast við að verðhrunið stöðvist seinni hluta þessa árs og markaðurinn gæti séð viðsnúning á næsta ári.


BARÁTTUMENN JAFNRÉTTIS FARA EINIR MEÐ SIGUR AF HÓLMI.

Veltið aðeins fyrir ykkur hvað er að gerast í heiminum í dag, forseti bandaríkja norður Ameríku er svartur og heitir Barack Hussein Obama og væntanlega verður næsti forsætisráðherra Íslands ekki bara kvenmaður  heldur líka samkynhneigð.  Haldið þið að það hefði verið einhver möguleiki á þessu fyrir 10 árum eða svo.  Mér finnst alveg frábært hvað heimurinn hefur lært mikið umburðarlyndi á síðustu 10 árum eða svo og haldi svona áfram þá er möguleiki á að allir geti notið sín í þessari veröld.
mbl.is Telur forsendur fyrir stjórn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

2,500,000 Kjötbollur, er þetta ekki bara gott (maga)mál?

Ef það væri hægt að hakka hvern hval í um það bil 50,000 kjötbollur, er þetta þá ekki bara got (maga) mál fyrir þá þarna suðurfrá.
mbl.is Búrhvalir syntu á land
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

7578 HÚS Á LEIÐINNI UNDIR HAMARINN.

Þetta er sú sorglega staðreynd50% afsláttur af íbúðarhúsnæði. sem við húseigendur/íbúðaeigendur í mið Florida búum við.  Ég velti því stundum fyrir mér hvort þetta verði ekki sú staðreynd sem íbúðareigendur á Íslandi mega vænta eftir um það bil tvö ár.  En mér hefur sýnst að fasteignamarkaðurinn á Íslandi sé um það bil tveimur árum á eftir okkar markaði í hegðun.  Þ.e. það tók íslenska markaðinn tveimur árum lengur að byggja upp þriggja ára lager, verðin fóru að lækka tveimur árum á eftir okkur og svo framvegis.  En sem betur fer er smá ljós farið að sjást í endanum á göngunum.  Það er að lagerinn er farinn að minnka hjá okkur, kominn niður í 24.000 eignir og salan komin uppí 1.350 þannig að byrgðir eru nú einungis til 17,8 mánaða.  Sem segir okkur að hús sem eru rétt verðlögð seljast en ekki þau sem eru hátt verðlögð.  Það tekur um það bil 115 daga að selja hús sem er rétt verðlagt í mið Flórída í dag.  Ég er oft spurður að því hvaða eignir eru að seljast og svarið er alltaf það sama: Allar eignir sem eru rétt verðlagðar.  Þeir sem eru að selja í dag eru bankarnir, þeir eiga milli 3.000 og 5.000 eignir sem eru á markaðnum í dag, þessar 7.578 eignir sem eru á leiðinni undir hamarinn eiga flestar eftir að bætast í eignamöppu þeirra og síðan er góður slatti sem er búinn að fara undir hamarinn en ekki komnar á markaðinn.  Ég minni aftur á að ég er bara að tala um mið Flórída þegar ég nefni þessar tölur, bankarnir eru með eignir nokkurn vegin í þessu hlutfalli um öll bandaríkin, kannski aðeins minna sumstaðar.  Þessar bólgnu eignamöppur skapa þeim mikinn lausafjárvanda og þess vegna gera þeir allt sem þeir geta til þess að losna við eignirnar.  Helsta vopnið þeirra, er að selja fyrir lægra verð en aðrir sem eru á markaðnum.  Ég hef hjálpað mörgum að kaup nýleg hús á hálfvirði miðað við verð fyrir tveimur árum.  Sem sagt ef þú ert að hugsa um að kaup þá er þetta þinn draumatími.

Kíkjum nú aðeins á tölurnar sem ég nefni í fyrirsögninni og byrjum á Lake sýslunni (Clermont og Mount Dora eru í Lake County), þar eru 736 eignir á leiðinni undir hamarinn eða ein af hverjum 189 eignum. Seminole sýslan (Sanford/Orlando International Airport er þar), 895 eignir á leiðinni undir hamarinn eða ein af hverjum 192 eignum.  Osceola sýslan (Kissimmee og St. Cloud þekktustu bæir), er með 1703 eignir á leiðinni undir hamarinn eða eina af hverri 69 eignum.  Þetta er hæsta hlutfallið á svæðinu.  Síðan en ekki síst er Orange sýslan (Orlando og Disney frægust) þar eru 4244 eignir á leiðinni undir hamarinn eða ein af hverri 106 eignum.  Orange sýslan er þéttbýlust og þar er mestur fjöldinn.  Eins og ég nefndi að ofan þá eru þetta eignir sem eru á leiðinni undir hamarinn og ekki taldar með ennþá í eignamöppu bankanna.  Flestar af þessum eignum eru nú boðnar sem skortsala með miklum afslætti.

Tölurnar að ofan fann ég á vef fasteignasala í mið Flórída og með vafri um netið.


ER ÞÁ SKATTHEIMTAN OG LÖGIN KOMIN Í LAG INGIBJÖRG?

Þann 29unda Ágúst 2008 ritar Sigtryggur Sigtryggsson grein í MBL um að 32 fasteignasalar hafi lagt inn leyfin sín til Sýslumannsins í Hafnarfirði vegna rangtöku og eða óréttlátra skatta/gjalda (sjá blog hér að neðan).  Samkvæmt þessari grein þá er það eingöngu markaðsástand sem veldur því að fasteignasalar skila inn leyfunum.  Einhvern vegin hef ég nú grun um að þetta sé ekki svona einfalt og Ingibjörg hafi í rauninni tvöfalt vandamál: Annars vega úrelt lagaumhverfi og hinsvegar kreppu á markaðnum.  En hvað um það, það verður fróðlegt að sjá hvert vandamálið verður eftir 5 til 6 mánuði.
mbl.is 70 skiluðu inn leyfinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

YFIR 400 MANNS FÖGNUÐU MEÐ OKKUR, GÓÐUM ÁRANGRI 2008.

Ótrúlegt en satt, það komu yfir 400 manns til okkar í Perluna 27 Desember til þess100_7572 að halda uppá með okkur góðan árangur í fasteignasölunni árið 2008.  Mig langar til þess að þakka öllum viðskiptavinum og vinum okkar sem sáu sér fært að líta við, sérstaklega fyrir komuna og vona að þið hafið öllu skemmt ykkur vel.  Fjörkarlarnir brugðust okkur ekki heldur og stóðu fyrir góðu jólaballi með dyggri aðstoð Hurðaskellis og Kertasníki.  Ég er búinn að hlaða inn myndum frá ballinu hér á síðuna, smellið bara og sjáið.  Eins og sést á myndinni hér til hliða og myndunum í myndaalbúminu þá held ég að allir hafi skemmt sér hið besta og þá sérstaklega yngri kynslóðin.  Ég og fjölskylda mín nutum samverunnar með ykkur hið besta.  Við óskum ykkur öllum gleðilegs árs og vonum að árið 2009 verði öllum Íslendingum farsælt ár.

Gleðilegt ár Pétur Sigurðsson, Fasteignasali og fjölskylda.


ÞAÐ ER ERFITT AÐ STOPPA SNJÓFLÓÐ OG VILLTA HESTA.

Snjoflod og villtir hestarÞað virðist vera markmið sumra að ná niður húsnæðisverði hvort sem það er með góðu eða illu.  Frá því í Febrúar á þessu ári hafa spár ýmissa gæðinga verið á þessa leið.  Það sem ég er hræddur um að ef þeir halda þessu svona áfram þá mun þeim takast að fá fólk til þess að trúa því að verðið sé á hraðri niðurleið.  Stóri gallinn við svona tal er að ef verðið fer að fara niður þá er með það eins og snjóflóð og villta hesta, það getur verið ómögulegt að stoppa það.  Vonandi hafa þessir menn vit á því að láta markaðinn í friða og leyfa honum að leysa sín vandamál sjálfum.  Öll utanaðkomandi hjálp getur verið til mikilla vansa samanber ástandið á húsnæðismarkaðnum í BNA þessa dagana.


mbl.is Raunverðlækkun húsnæðis 17%
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband