Seldust á helming þess sem þau eru metin á!

Sem fasteignasali hérna í Bandaríkjum Norður Ameríku, þá finnst mér alltaf skondið á sjá svona uppslátt.  Staðreyndin er sú að eignir hérna, sem eru í eigu bankana eða boðnar sem skortsala seljast þetta á 40 til 60% af matsverði.  Því ekki að skoða einhver af þessum miljónum húsa sem eru á almennum markaði og í rólegheitum velja sér hús og staðsetningu sem hentar fjölskyldunni, heldur en að taka þátt í þessari stress sýningu sem uppboðið er.  Einnig er hætta á því að fólk geri mistök í æðibunuganginum á uppboðunum.  Ef þið eruð að hugsa um að gera góð kaup hérna, þá takið því rólega kannið markaðinn og ég er viss um að þið finnið hús eins og ykkur langar í, jafnvel fyrir minna en 50% af matsverði.
mbl.is Bitist um fasteignir á uppboði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband