Þeim er að takast þetta.

Þegar ég horfi á það sem er að gerast á Íslandi þessa daganna þá sýnist mér að opinberir aðilar og aðrir spekúlantar ætli sér að ganga af fasteignamarkaðnum dauðum.  Þetta byrjaði í Febrúar með yfirlýsingu frá Seðlabankanum um að fasteignaverð myndi lækka um 30%.  Síðan komu yfirlýsingar í síðustu viku um að verð fasteigna myndi lækka um 46,7% til ársins 2010.  Nú þegar þessir yfirlýsingaglöðu menn eru búnir að koma því inn hjá þjóðinni að það eru þeirra spár sem ráða fasteignaverðinu en ekki markaðurinn, þá sitja allir á hakanum og bíða eftir árinu 2010.  Þessir yfirlýsingaglöðu menn virðast gleyma því að þeir eru að stórskaða byggingariðnaðinn (ef ekki hreinlega drepa hann) og fasteignasölur landsins.  Nú er bara að bíða eftir því að þeir auglýsi útförina! 
mbl.is Fasteignasala í algjöru lágmarki
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband