Haftastefna lögfest!

Til hamingju Íslendingar, nú er pólitíkin komin í hring.  Frjálshyggjan farin að setja á ykkur höft og vinstri menn kvarta yfir því.  Ég hlít að vera farinn að eldast, ég man þá tíma þegar skammturinn var eitt par af góðum skóm á ári, en hægt var að fá slönguskó og tékkneska gúmiskó eins og maður hafði efni á í Kaupfélaginu.  Álagning í heildsölum og verslunum takmörkuð af ríkisvaldinu, gjaldeyrir skammtaður (eins og núna) og þar fram eftir götunum.  Ríkisstuddir fjölmiðlar grasseruðu og mikið rifist og skammast í blöðunum.  Það er eins og stjórnvöld skilji ekki að þeir eru að setja lög á fólk, fólk sem er búið að fá uppí kok af misvitrum pólitíkusum, fólk sem er alið upp við að bjarga sér, fólk sem hefur algjörlega misst álitið á ríkisvaldinu og fólk sem telur að lög er eitthvað sem á að fara í kringum.

Það góða við Íslensku þjóðina er að hún hefur alltaf fundið leið útúr vandræðum, hvort sem hún var að eiga við Dani, Englendinga, vinstri stjórn eða hægri stjórn.  Það eru alltaf leiðir til þess að komast hjá ólögum.  Hér áður fyrr voru fyrirtækin með tvöfalt bókhald, létu hækka vörurnar erlendis og lögðu svo mismuninn inná reikninga erlendis (Vísir greindi frá erlendu reikningunum samviskusamlega um það bil einu sinni á ári) þannig að ekki kom sá peningur inní þjóðarbúskapinn.  Allir sem áttu viðskipti við ferðamenn, stunduðu viðskipti með gjaldeyri (undir borðinu að sjálfssögðu) og svo framvegis.

Það sem furðar mig mest við alla þessa vitleysu í stjórnmálamönnum er að hvenær ætla þeir að skilja að Íslenska Þjóðin er ein best menntaða þjóð í heiminum og eingin ólög og vitleysa í stjórnmálamönnum mun hefta eða binda þjóðina.  Þessi ólög eru dæmd til þess að mistakast og enda í sögubókunum sem dæmi um vitleysuna sem viðgengst við Austurvöllinn.


mbl.is Lög um gjaldeyrismál samþykkt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband