15.3.2009 | 21:46
Er þetta ekki bara skattheimta?
Við lestur greinarinnar velti ég því fyrir mér hvort þetta sé ekki annað andlit á skattheimtu. Ég velti því líka fyrir mér hvað voru þeir að hugsa þegar þess lög voru sett, á þessum tíma þá hljóta þeir að hafa haft reikniformúlu um hvað þetta myndi kosta. Ef þessi reikniformúla var svona skökk eru þá ekki líkur á því að allt annað í þessum lögum sé út frá jafn röngum forsemdum. Annað sem ég velti fyrir mér er að allt eftirlit og gjaldtaka þarf að vera sanngjörn. Það eru fasteignasölur á Íslandi sem eru með marga sölumenn og svo aðrar sem eru með marga löggilta fasteignasala. Gjaldtakan í dag er bara á þann löggilta en ekki þann ómenntaða. Væri ekki hægt að krefjast þess að sá ómenntaði taki námskeið í lögum milli 45 og 90 tímar sem dæmi og síðan að gjaldtaka væri kannski á þann veg að: fasteignasalinn sem er ábyrgur fyrir stofunni greiðir gjald sem væri tvöfalt gjaldið af þeim sem hafa sótt námskeið. Það fá allir greitt hlut af sölulaunum og eflaust eru skiptin misjöfn eftir því hjá hvaða fasteignasala þú vinnur. En snúum okkur aftur að skattheimtunni, mörg lönd í heiminum banna gjaldtöku umfram þarfir þar sem það flokkast sem ólöglegur skattur að taka umfram þarfir við eftirlit.
Digur sjóður safnast upp | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Viðskipti og fjármál | Breytt 16.3.2009 kl. 13:56 | Facebook
Athugasemdir
Sæll
Góð hugmynd hjá þér. Digrir sjóðir safnast upp! Mér finnst að það eigi að afhenda Mæðrastyrksnefnd þessa óþarf skattheimtu á löggilta fasteignasala. Svo á að leggja niður þessa nefnd sem er til óþurftar. Hún hefur ekki aukið fagmennsku innan stéttarinnar en aukið gjaldtöku. Engin fasteignasali þolir það í dag enda markaðurinn steindauður.
Kveðja,
Muggi.
Guðmundur St Ragnarsson, 15.3.2009 kl. 22:24
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.