Úrelt lög um fasteignasölu.

Enn einu sinni virðist sem löggjafinn hafi gleymt að setja lokið á brunninn og barnið er á botninum.  Ég er viss um að lögin sem gilda á Íslandi um fasteignasölu eru barn síns tíma, en því miður eins og oft áður hefur löggjafinn brugðist seint við.  Eða kannski ekki?  Ég starfa sem fasteignasali í Flórída þekki nokkuð vel kerfið hérna úti.  Flestar breytingar á lögunum hérna koma að frumkvæði félags fasteignasala.  Það starf hófst fyrir 100 árum þegar fasteignasalar í Bandaríkjum Norður Ameríku komu sér saman um siðareglur og hófu síðan að þrýsta á löggjafann um lagabreytingar.  Einnig hafa neytendasamtök verið virk í því að fylgjast með lögunum og þrýsta á breytingar.

Kerfið hérna í Flórída er þannig að hver einasti maður sem sýnir fasteignir og bíður til sölu þarf að hafa réttindi til þess.  Hann þarf að sækja 60 stunda námskeið, þar sem hann lærir um lögin, byggingareglugerðir, lánamál, neytendavernd og fleira.  Síðan þarf hann að standast próf sem Fylkið leggur fyrir hann.  Innan tveggja ára frá því að skírteini til fasteignasölu er veitt þarf fasteignasalinn að sækja 45 stunda endurmenntunarnámskeið og eftir það 14 stunda námskeið, þar af 3 stundir í lögum á tveggja ára fresti.  Það verður að halda sér við svo Fylkið taki ekki til baka það sem það hefur veitt nefnilega atvinnuleyfi.

Til þess að verða miðlari (broker) og stjórna öðrum fasteignasölum þarf 72 stunda námskeið í viðbót, með 60 stunda endurmenntun í fyrsta sinn og svo 14 tíma námskeið, eins og hjá sölumönnunum.  Miðlarinn er ábyrgur fyrir öllu sem gerist á fasteignasölunni, sama hversu margir vinna þar.  Brjóti sölumaðurinn hans af sér þá er hann samábyrgur sölumanninum. 

Það er einnig að hérna í USA þá hafa einungis félagar í félagi fasteignasala NAR heimild til þess að kalla sig Realtor, neytendur vita þá að þeir hafa svarið þess eið að vinna eftir siðareglum fasteignasala.  Þessar siðareglur ganga að mörgu leyti lengra heldur en löginn.

Spurningin sem ég velti fyrir mér í dag eftir lestur á þessari grein, er ekki kominn tími fyrir fasteignasalana á Íslandi og Löggjafann að skoða hvort Ameríska leiðin er betri?

Smellið hér til þess að komast á heimasíðu félags fasteignasala í USA.


mbl.is Fasteignasalar leggja inn leyfin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband