Neyðin á Haítí

Í lok ágúst þegar hitabeltisstormurinn Ísak fór yfir Haítí, þá bárust fréttir meðal

annars af því að um 390.000 manns byggju ennþá í tjöldum eftir jarðskjálftann

sem skall á í Janúar 2010. Í fréttum var líka talað um að 24 hefðu látist í

flóðum af völdum Ísaks og að 3 væru týndir. Þessar fréttir höðu mikil áhrif á mig,

svo ég fór á netið til þess að skoða betur hver staðan væri í Haítí rúmum 2

árum og átta mánuðum eftir jarskjálftann. Ég fór á heimasíðu Sameinuðu Þjóðanna

og sá þar að enn eru um 600.000 manns án heimilis, þar af 390.000 sem búa í

tjöldum. Það eru um 588.000 sem hafa sýkst af Kóleru og hefur hún dregið 7.500

til bana. Með öðrum orðum Haítí er enn fátækasta ríki á jörðu og hörmungarnar

og neyðin enn til staðar.

 

Ég er mikið búinn að velta því fyrir mér hvað ég geti gert til þess að hjálpa fólkinu í Haítí, við að komast á réttan kjöl. Svarið við þessari spurning kom til mín 7. September

er ég sótti ráðstefnu á vegum ORIC, Orlando Regional International Council

(alþjóðadeild félags fasteignasala í Orlandó). Einn af fyrirlesurunum var maður að

nafni Frank McKinney sem titlar sig fasteignalistamann, hann byggir og selur hús

sem kosta frá 26 milljón dollara til 135 milljón dollara. Hagnaðinn af

þessari starfssemin notar hann til þess að byggja lítil sjálfbær þorp í Haítí. Í

hverju þorpi eru 50 einbýlishús með tveimur svefnherberjum, eldhúsi og

yfirbyggðri stétt. Þar er einnig skóli, munaðarleisingja heimili, sjúkraskýli,

vatnsbrunnar, vindrafstöð, útihús fyrir skepnur og hreinlætisaðstaða. Hann

ryður einnig land fyrir þorpið til ræktunar ásamt því að gefa þeim, hænsni,

geitur, svín, asna og útsæði. Góðgerðarfélagið sem hann stofnaði heitir,

Caring House Project mætti útleggjast á Íslensku sem „Kærleiksheimilið" þetta

félag er skráð sem góðgerðarfélag og undir eftirliti skattsins hér í BNA.

Kærleiksheimilið er búið að byggja 17 þorp í Haítí og er að byggja það átjánda

þorpið núna.

 

Þá er komið að því: Hvað við hjá The Viking Team, Realty getum gert til þess að hjálpa fólkinu á Haítí. Við heitum því að gefa $100 fyrir hverja þá hlið á sölu fasteignar sem

við vinnum að, einnig munum við hvetja hinn fasteignasalann, seljanda, kaupanda

og Title Company til þess að gera það sama. Það er von okkar að safna $500 við

sölu á hverju húsi eða íbúð sem við komum að. Þar sem kostnaðurinn við hvert

hús er aðeins $3,500 þá vonumst við með þessu framtaki að það taki okkur ekki

nema 7 sölur að gefa eitt hús. Einnig er það von okkar að við getum hvatt

fleiri fasteignasala á svæðinu til þess að gera það sama. Við gerum okkur

grein fyrir því að við getum ekki leist allan vanda fólksins í Haítí en það er

von okkar með þessu framtaki okkar og vonandi allra samstarfsaðila að við getum

komið sem flestum í Kærleiksheimili.

 

Hér eru svo nokkrir tenglar til fróðleiks:

http://www.frank-mckinney.com/caring_project.aspx

http://www.un.org/en/peacekeeping/missions/minustah/

http://www.democracynow.org/2010/2/16/haiti_the_politics_of_rebuilding_a

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband