Hvernig frétt getur verið 100% rétt og á sama tíma 100% röng.

Þróun miðjuverðs fasteigna í mið FlórídaFasteignasala er og verður alltaf staðbundin, sem dæmi 150 fm. hús myndi kosta rúmlega tvöfalt meira á góðum stað í New York heldur en í Flórída.  Vegna þess hversu oft ég hef þurft að útskýra fyrir viðskiptavinum mínum hversu vitlausar þessar fréttir eru þegar þeir ætla að staðfæra þær yfir á markaðinn í mið Flórída, þá ætla ég að leifa mér að endursegja fréttina með tölunum fyrir mið Flórída.

Byrjum á fyrirsögninni. "Litlar breytingar á fasteignasölu vestanhafs."  Okkar fyrir sögn gæti hljómað: Miðjuverð fasteigna ekki verið lægra síðan í Maí 1998, en það fór í 99,900 Bandaríkjadali í Ágúst.

"Alls voru seldar 288 þúsund nýjar fasteignir í síðasta mánuði."  Þar sem ég hef ekki tölur un nýbyggingar myndi ég segja: Alls seldust 2.429 íbúðareiningar í síðasta mánuði.

"Er það svipaður fjöldi og mánuðinn á undan en 29% minni sala en fyrir ári síðan."  Sem er 3 eignum fleiri en meðaltal síðustu 12 mánaða.

Um er að ræða sölu á íbúðarhúsnæði og hefur hún einungis einu sinni verið minni.  (Ég held að hér eigi að standa nýbyggingum.)  Byggingaraðilar í mið Flórída eru að taka við sér og farnir að byggja aftur.

"Segja sérfræðingar að þetta eigi ekki að koma neinum á óvart enda hafi fasteignasala verið mjög lítil í allt sumar í Bandaríkjunum."  Sérfræðingar í mið Flórída telja að fasteignasal miðað við eftirspurn sé að ná jafnvægi, aftur á móti er mögulegt að miðjuverð fasteigna falli neðar.

"Meðalverð fasteignar er 248,800 Bandaríkjadalir, 28,7 miljónir króna."  Meðalverð fasteignar er 140,897 Bandaríkjadalir, 16,252,989 krónur.

Sala á móti lager fasteigna í mið FlórídaEins og sést að ofan þá er erfitt að átta sig á svona fréttum sem alhæfa um markaðinn, í þessari frétt kemur ekki nægilega vel fram að einungis er verið að fjalla um nýbyggingar.  Þar er ekki fjallað um þá staðreynd að það seldust 4,1 milljón íbúðareiningar í Bandaríkjunum í síðasta mánuði smellið hér.

Þessi grein segir ekkert um að hér í Bandaríkjunum er verið að setja nýtt met, þar sem það er áætlað að yfir 1 milljón íbúðareininga verði seldar nauðungarsölu í ár, það segir ekkert um að það sé talið að eignarmappa bankana innihaldi um 2,4 miljónir íbúðareininga.  Hún segir ekkert um það að það sé talið að verð muni ekki hækka fyrr en í fyrst lagi 2012 og fram að þeim tíma þá gæti verð lækkað.

Kannski að ég taki þessi atriði fyrir og riti grein eða greinar um ástandið á markaðnum eins og það snýr að okkur sem vinnum við þetta hérna úti.


mbl.is Litlar breytingar í fasteignasölu vestanhafs
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband