Færsluflokkur: Fjármál

Er Englafæði svarið sem Íslenskar fjölskyldur bíða eftir?

Við lestur fjölmiðla á Íslandi er áberandi hversu slæm staða margra fjölskyldnAngel fooda er, sú staðreynd að ásókn í aðstoð frá Mæðrastyrks nefnd eykst um 50% milli ára og greinar og blogg um aðgerðaleysi stjórnvalda til hjálpar heimilunum í landi er hvatinn að þessu bloggi mínu.Hér í Bandaríkjum Norður Ameríku hafa margar Kirkjur og trúfélög sameinast til aðstoðar heimilunum með því að bjóða þeim til kaups mat á kostnaðarverði.  Þetta hófst í  Monroe sýslu árið 1994 rétt fyrir utan Atlanta í Georgia.  Verksmiðjum í sýslunni var lokað og fólkið missti atvinnuna, Prestarnir Joe og Linda Wingo fundu mikið til með söfnuði sínum sem ekki hafði til hnífs né skeiðar og lifði aðallega á matarkortum frá Alríkinu, þau ákváðu að reyna að hjálpa fólkinu til þess að drýgja þessa peninga.  Þess vegna stofnuðu þau Angel Food Ministries og hófu dreifingu á matvælum til 34 fjölskyldna, fljótlega óskuðu aðrar kirkjur eftir samstarfi og nú dreifir Angel Food Ministries mánaðarlega matvælum til 500,000 fjölskyldna í 44 fylkjum í Bandaríkjum Norður Ameríku.Þessi starfsemi er rekin án hagnaðar og greiða viðskiptavinirnir einungis kostnaðarverð vörunnar, öll dreifing fer fram einu sinni í mánuði í safnaðarheimilum og er unnin í sjálfboðavinnu.  Með þessu fyrirkomulagi fá fjölskyldurnar matvöruna næstum því á heildsölu- eða verksmiðjuverði og drýgja þar með matarpeninga mikið.

Smellið hér til að komast á heimasíðu Angel Food Ministries.

Smellið hér til að skoða matseðil mánaðarins.


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband