15.5.2008 | 11:28
Nú er tækifærið, til hamingju strákar.
Með Gissur, Hilmar og Helga í stjórn WACS gefst gott tækifæri til að koma Íslenskum landbúnaðarvörum á framfæri erlendis. Það er stórkostlegt að litlu karlarnir frá Íslandi skuli hafa náð þetta langt en sýnir bara að þessir dugnaðarforkar og meiriháttar dimploMATAR, hafa sýnt collegum sýnum að þeim er treystandi. Nú þurfa Íslensk stjórnvöld og fyrirtæki að nota tækifærið og styðja við bakið á þeim. Enn einu sinni sýnir Klúbbur Matreiðslumeistara og meðlimir hanns, að þeir hafa mikla framsýn, eru opnir fyrir nýjum tækifærum og verðugir fulltrúar lands og þjóðar.
Til hamingju.
![]() |
„Alveg í skýjunum með kjörið“ |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
14.5.2008 | 20:04
Samkvæmt CIA eru 62,342 Íslendingar hæfir til herþjónustu!
Ég var að leita að upplýsingum á vefnum og fann þá heimasíðu CIA, þar er að finna mikið af upplýsingum um öll lönd jarðar. Meðal annars er kafli um Ísland, það er fróðlegt að sjá hvernig þeir taka upplýsingarnar saman og hvaða upplýsingar þeim finnst merkilegar. En blessuð smellið bara hérna til þess að skoða sjálf.
Viðskipti og fjármál | Breytt s.d. kl. 20:11 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
5.5.2008 | 14:03
Meiriháttar góð frétt.
![]() |
Glitnir spáir frekari stýrivaxtahækkun |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
27.4.2008 | 18:39
Að fjárfesta í tímasprengju!
Það er mikið um að Íslendingar fjárfesti í húseignum í Flórída, sumir til þess að flýja veturinn og veðrið á Íslandi aðrir sem hreina fjárfestingu. Margir af þessum löndum okkar leigja síðan út húsin þegar þeir eru ekki að nota þau, leigan hjálpar við rekstrakostnað og afborgun af lánunum. Það sem furðar mig er að stór hópur af þessum fjárfestum leyfir sér svo að leigja húsin út án nokkurra heimilda og í andstöðu við skipulag. Hér í Flórída er skýrt tekið fram í skipulagi hverfanna hvað er heimilt og hvað ekki, jafnframt eru svipuð ákvæði í lögum húseigendafélaganna í hverfunum. Frístundabyggð eða Zoned for Short Term Rental eru hverfi sem leyfa skammtímaleigu, skammtímaleiga er skilgreind sem leigutími sem er styttri en sex mánuðir. Svo er það sú staðreynd að það þarf heimild frá sýslunni og fylkinu til þess að reka gistiheimil í Flórída ásamt því að það leggst söluskattur og hótelskattur ofaná alla gistingu hérna.
Að sleppa því að skrá eignina og skila af henni gjöldum er eins og þú sért að fjárfesta í TÍMASPRENGJU það er bara tímaspursmál þangað til að einhver kvartar yfir misnotkun á eigninni eða að þú lendir í skoðun hjá skattinum. Ef þú lendir í höndunum á yfirvöldum mátt þú vera viss um að eignin verður sett að veði þangað til þeir verða ánægðir og hvað varð þá um fjárfestinguna þína. Við hjá Víkingasveitinni leggjum mikla áherslu á að viðskiptavinir okkar njóti eignanna sem við aðstoðum þá við að kaup, meðal annars með því að tryggja að hverfin sem þeir kaupa í leyfa þá notkun sem þeir eru að hugsa um og að fjárfestingin sé eins örugg og mögulegt er. Aftur á móti höfum við lent í því að viðskiptavinir sem vildu og ætluðu sér að vinna ólögleg, gufuðu upp eftir að við létum þá vita að við myndum óska eftir því að þeir undirrituðu yfirlýsingu þess efnis að við hefðum upplýst þá um notkunar heimildir í hverfinu. Ástæðan fyrir svona yfirlýsingu er að tryggja að ekki verði sagt um okkur að við hefðum sagt að þetta væri í lagi.
Ef þið hafið áhuga á að vita meira um þessi mál þá getið þið smellt hér.
Viðskipti og fjármál | Breytt 28.4.2008 kl. 01:24 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
24.4.2008 | 19:40