Það er ekki spurning hvort, heldur hvenær?

Þar sem margir Íslendingar eiga fasteignir í Bandaríkjum Norður Ameríku, þá þykir mér rétt að setja hér inn grein sem birt er í Fréttablaði Floridahus.is.

Það þótti nú heldur betur flott að hafa polybutylene pípulagnir með kranaskáp í húsinu sínu í upphafi 8unda og 9unda áratugarins. Þetta leit út fyrir að vera kerfi sem væri á undan sinni samtíð og gerði allt miklu einfaldara.

PolybutlinePolybutylene pípulagnaefnið var framleitt af Shell á árunum 1975 til 1995 er framleiðslu var hætt vegna vandamála sem hafa komið upp. Staðan í dag er sú að það er ekki spurning hvort lagnirnar munu gefa sig heldur er spurningin hvenær? Í dag neita flest öll tryggingarfélög að tryggja hús með Polybutylene lagnarefninu. Þau fáu sem enn tryggja eignir með Polybutylene lagnarefninu rukka milli $1,000 og $2,000 meira á ári fyrir tryggingu eignarinnar.

Í upphafi voru það tengin sem brugðust og fóru að leka. Að Amerískum sið þá sáu lögmenn tækifæri og var Shell stefnt í hóp lögsókn sem vannst og fengu eigendur húsa með polybutylene lögnum greiddar bætur til þess að skipta um öll tengi, þetta gerðist um miðjan 8unda áratugarins. Nú er komið í ljós að klórinn sem er í drykkjarvatninu hér tærir lagnirnar og veldur leka. Yfirleitt þegar lögnin gefur sig þá kemur stórt gat sem veldur miklu flóði. 

Polybutylene kranakassiEigendur nokkurra eigna í Ventura eru búnir að skipta um lagnir í húsunum sínum, það hefur kostað þá milli $3,000 og $6,000. Það er misjafnt hversu mikið rask er af þessari aðgerð, inni í verði hjá sumum hefur verið að ganga frá götum sem gerð hafa verið á veggjum og lofti á eftir og jafnvel nýr vatnshitari. Ég ráðlegg þeim sem eru með polybutylene lagnir að skrúfa fyrir vatnið á meðan þeir eru ekki í húsinu og munið að slá út örygginu fyrir vatnhitarann líka.

Með því að nota leitaroðið „Polybutylene“ getið þið fengið nánari upplýsingar um lagnaefnið og vandamálin sem því fylgja á netinu.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband